Fundur í Óshólmanefnd, haldinn þann 9. desember 2021 í Flugstöðinni á Akureyri kl. 17:00
Viðstödd: Emilía Baldursdóttir, Ólafur Kjartansson, Hjördís Þórhallsdóttir og Valdimar Gunnarsson.
Dagskrá:
1. Rætt var um frágang eftir lagningu Hólasandslínu.
Fyrirliggjandi eru bréf frá Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun þar sem fram kemur að Flugstoðir (nú Isavia) hafa fallist á ýmsar aðgerðir til að tryggja frágang eftir lengingu flugvallarins árið 2008, en ekki verður séð að af þeim hafi orðið.
Einkum var sjónum beint að frágangi sunnan flugbrautarendans þar sem vatnsstaða hefur lækkað verulega frá því sem var áður en farvegi árinnar var breytt.
Samþykkt var að senda svofellt erindi til málsaðila, Landsnets, Isavia og Akureyrarbæjar:
Erindi frá fundi í Óshólmanefnd
9. desember 2021
Landsnet,
Friðrika Marteinsdóttir
ISAVIA, innanlndsflugvellir
Sigrún Jakobsdóttir
Hólasandslína - frágangur eftir línulögn
Endurheimt votlendis sunnan flugvallarsvæðis
Óshólmanefnd ítrekar fyrri ábendingar varðandi lagningu Hólasandslínu um Hverfisverndarsvæðið þ.e. yfir flatann frá Brunná að Kaupangi, að öll röskun verði í lágmarki. Nauðsynlegt er að frágangi verði lokið fyrir komu farfugla í vor.
Gæta þarf þess við frágang að vatnsstaða á svæðinu austan vestustu kvíslar Eyja-fjarðarár verði óbreytt frá því sem var áður en framkvæmdir hófust og að ekki verði þröskuldar í árfarvegum sem breyti streymi.
Svæðið vestan vestustu kvíslar Eyjafjarðarár, sunnan flugvallar, varð fyrir veru-legum skaða hvað varðar afkomu fugla þegar flugbrautin var lengd og gerður vegur meðfram aðflugsljósum þar sunnan við árin 2008- 2009. Svæðið var áður mjög mikilvægt fæðuöflunarsvæði fyrir fugla og votlendið þarna, víðáttumiklir ferginflóar, á skrá alþjóða fuglaverndarsamtaka.
Í samskiptum framkvæmdaaðila, Flugstoða, nú ISAVIA, við Umhverfisstofnun árið 2008 kemur fram að framkvæmdaaðili telji litlar eða engar líkur á að land utan raskaðra svæða muni þorna þegar til lengri tíma er litið. Önnur hefur orðið raunin, nánast allar Kjarna- og Hvammsflæðar hafa þornað upp og misst hið mikilvæga gildi sitt sem fæðuöflunarsvæði.
Umhverfisstofnun gerir í bréfi, dagsettu 3. janúar 2008, ýmsar athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir og telur m.a. nauðsylegt að vakta áhrif á Kjarna- og Hvammsflæðar og fuglalífið og grípa til mótvægisaðgerða ef áhrif verða meiri en talið var þegar til lengri tíma er litið. Engar mótvægisaðgerðir hafa farið fram.
Í fyrrgreindu bréfi er einnig rætt um breytingar á farvegi Brunnár þar sem UST óskar skýringa á nauðsyn þess að færa ána í annan farveg og framhjá flugvellinum. UST telur að það ætti að skoða að framkvæmdum loknum að útbúaa nýjan farveg með öðrum og náttúrulegri hætti. Farvegur Brunnár í dag er eins ónáttúrulegur og hugsast getur, grjótbornir bakkar og svo hefur farvegur hennar við útrennslið í Eyjafjarðará verið lækkaður sem þýðir þurrkun á landi.
Í umfjöllun Skipulagsstofnunar, dagsett 18. febrúar 2008, um áhrif framkvæmdanna á gróður og fuglalíf er vitnað í framkvæmdaaðila varðandi það að vatnsstaða utan framkvæmdasvæðis muni haldast og flæðarnar sunnan flugbrautar haldi fyrri vatns-stöðu. Skipulagsstofnun ítrekar nauðsyn þess að Flugstoðir láti vakta áhrif fram-kvæmdanna á fuglalífið og grípi til mótvægisaðgerða ef í ljós kemur að áhrifin verði meiri en álitið var. Í svari Flugstoða kemur fram að félagið lýsir sig tilbúið til þess.
Óshólmanefnd telur að unnt sé að hluta til að endurheimta votlendið sunnan flug-vallar með tiltölulega einföldum aðgerðum þótt tjónið verði ekki að fullu bætt. Fyrst og fremst þarf að hækka þröskuld í útrennsli Brunnárinnar við Eyjafjarðará. Trú-lega væri æskilegt að hækka veginn sunnan flugvallar (meðfram Hólasandslínu) til að verja völlinn við vatnsaga í leysingum. Fleiri aðgerðir eru hugsanlegar og eðli-legt að leita álits sérfróðra aðila.
Óshólmanefnd er ljóst að ISAVIA ber hér meiri ábyrgð en Landsnet en telur að þessi tvö stórfyrirtæki gætu sameinast um að endurheimta þetta dýrmæta fugla-svæði nú um leið og lokið verður frágangi vegna Hólasandslínu og aukið með því hróður sinn og jákvæða ímynd. Þess er að vænta að ekki verði frekari röskun innan Hverfisverndarsvæðisins að þessum framkvæmdum loknum.
Því óskar nefndin eftir því að ISAVIA og Landsnet í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar og sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar finni lausn á þessu máli. Óshólmanefnd vill gjarnan vera með í þeirri umræðu.
Slóðir á umfjöllun Umhverfis- og Skipulagsstofnana sem vitnað er til:
~max0008.TIF (ust.is) og Microsoft Word - Lenging Akureyrarflugvallar (skipulag.is)
f.h. Óshólmanefndar
Emilía Baldursdóttir, 2710492269
s: 8994935
Ólafur Kjartansson, 2202552399
s: 8935638
Afrit sent:
Umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar
Rut Jónsdóttir
Guðríður Friðriksdóttir
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar
Finnur Yngvi Kristinsson
Jón Stefánsson
2. Rætt var um að rétt væri að taka undir hugmyndir sem komu fram í kjölfar fuglatalningar sl. vor um friðun ákveðinna hluta óshólmasvæðisins. Ekki liggur fyrir hvenær haldinn verður kynningarfundur með landeigendum en þar verður tækifæri til að koma slíkum hugmyndum á framfæri.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:05
Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson