Dagskrá:
Almenn mál
1. 2503026 - Fyrirkomulag heimaþjónustu og heimahjúkrunar
Rætt um fyrirkomulag og áskoranir sem upp geta komið í tengslum við heimaþjónustu og heimahjúkrun.
Bergdís Ösp Bjarkardóttir forstöðumaður í stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar, Þórunn Sif Héðinsdóttir ráðgjafa iðjuþjálfi hjá Akureyrarbæ og Ásdís Helga Sigursteinsdóttir deildarstjóri heimaþjónustu í Eyjafjarðarsveit sátu fundinn undir þessum lið.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
2. 2503025 - Íbúðir fyrir eldri íbúa
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar er með í undirbúningi að byggðar verði íbúðir sem ætlaðar eru eldri íbúum sveitarfélagsins. Fyrstu hugmyndir eru kynntar fyrir öldungaráði.
Öldungaráð samþykkir að óska eftir því að fá að kynna þessa hugmynd á opnum fundi hjá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00