121.fundur hjá Menningarmálanefnd haldinn í Bókasafni Eyjafjarðarsveitar 23 jan.kl 20.00
Mætt voru Hrafnhildur Vigfúsdóttir, þórdís Karlsdóttirog Einar Gíslason einnig voru á fundinum þórarinn Stefánsson og
Margrét Aradóttir .
1. Hljóðfærakaup fyrir Laugarborg
þórarinn Stefánsson kom til að ræða málefni Laugarborgar og leiðir til að safna fé til hljóðfærakaupa fyrir
húsið.
þórarni var falið að hafa forgöngu um fyrstu skref í þá átt.
2. Málefni bókasafns .
Nefndarmenn fóru um safnið í fylgd bókavarðar og skoðuðu húsakost safnsins. Margrét lýsti safninu og greindi frá starfi
þess og óskum um úrbætur. Greinilegt er að þrengsli eru farin illilega að segja til sín við rekstur safnsins.
Nefndin fól Margréti að gera tillögur að stefnumótun og breyttum rekstri í þá átt að gera safnið aðgengilegra og auka
opnunartímann í því skyni. Með aukinni opnun safnsins yfir sumartíman gæfist tækifæri til að reka
upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn (information) í safninu, þar kemur staðsetningin sér vel þar sem nálægð við
tjaldsvæði og íþróttamannvirki er fyrir hendi.
Fleiri mál voru ekki tekin fyrir og fundi slitið kl.22.30