120. fundur menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi miðvikudagskvöldið 5. Des 2007. kl. 20:00
Mætt voru: Einar Gíslason, þórdís Karlsdóttir, Hrafnhildur Vigfúsdóttir og Ingólfur Jóhannsson.
Dagskrá:
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.
Fjárhagsáætlun fyrir menningarmál árið 2008 var samþykkt.
Nefndin vill þó minna sveitarstjórn á nauðsynlegar úrbætur á húsakynnum Freyvangs og salernisaðstöðu fyrir fatlaða í Laugarborg við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2008.
Málefni Eyvindar.
ákveðið var að greiða kr.200.000 til ritnefndar Eyvindar fyrir árið 2007.
Annar áætlaður kostnaður vegna útgáfunnar er kr. 600.000.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:52.