170. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 10. september 2018 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Rósa Margrét Húnadóttir, formaður, Arnbjörg Jóhannsdóttir, aðalmaður, Guðmundur Ingi Geirsson, aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason, aðalmaður, Helga Berglind Hreinsdóttir, aðalmaður, Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri og Stefán Árnason, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Helga Berglind Hreinsdóttir .
Dagskrá:
1. Kosning ritara - 1809009
Samþykkt að Helga Berglind Hreinsdóttir verði ritari nefndarinnar.
2. Ákvörðun um fundartíma. - 1809007
Samþykkt að fundir verði 16:15 aðra daga en þriðjudaga.
3. Eva Björk Eyþórsdóttir - Styrkumsókn vegna tónlistarmyndsbands - 1807012
Beiðni hafnað.
4. Sögufélag Eyfirðinga - Umsókn um styrk vegna ábúenda- og jarðartals Stefáns Aðalsteinssonar - 1804009
Afgreiðslu frestað fram að gerð fjárhagsáætlunar.
5. Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands - 1805015
Lagt fram til kynningar.
Að venju mun menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar standa fyrir dagsskrá 1. des.
Rósa Margrét Húnadóttir og Guðmundur Geirsson munu sjá um framkvæmd og kalla fólk til eftir því sem á þarf að halda.
6. Skipun í ritnefnd Eyvindar 2018 - 1809006
Fyrir hönd menningarmálanefndar verður Arnbjörg Jóhannsdóttir í ritnefnd Eyvindar og haft verður samband við fleiri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00