Menningarmálanefnd

166. fundur 15. nóvember 2017 kl. 11:12 - 11:12 Eldri-fundur

166. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 14. nóvember 2017 og hófst hann kl. 19:30.

Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir, formaður, Rósa Margrét Húnadóttir, aðalmaður, Benjamín Baldursson, aðalmaður, Elsa Sigmundsdóttir, varamaður, Sigríður Rósa Sigurðardóttir, varamaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Stefán Árnason.
Fundargerð ritaði: Rósa Margrét Húnadóttir Ritari.

Dagskrá:

1. Menningarmálanefnd - Fjárhagsáætlun 2018 - 1710001

Gestir
Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri - 19:30
Margrét Aradóttir, starfsmaður á Smámunasafni Sverris Hermannssonar - 19:30
Ákveðið er að Smámunasafnið taki upp Sarp, miðlægan gagnagrunn fyrir safnkost Smámunasafnsins. Áhersla verði lögð á að sækja um viðurkenningu Safnaráðs í kjölfarið. Sótt verði um í uppbyggingasjóð Eyþings vegna skráningar.

Fjárhagsáætlun samþykkt af nefndinni með þeim fyrirvara að menningarmálanefnd óskar eftir auka fjárframlagi upp á eina milljón króna. Vegna kostnaðar fyrir skráningu safnkosts Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Kostnaðurinn er fólgin í sex vikna vinnuframlagi í einni stöðu. Auk þess ferðakostnaður og námskeiðsgjöld og kostnaður vegna Sarps. Gestum er þakkað fyrir komuna á fundinn. Bæði Haraldur og Margrét viku af fundi kl 20:30.

Ákveðið hefur verið að ritnefnd Eyvindar fái 75 þúsund kr. á mann sem þóknun fyrir ritnefndarstörf.

2. Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar - Umsókn um styrk vegna leigu á húsnæði fyrir þorrablót 2018 - 1705019
Menningarmálanefnd hefur samþykkt beiðni þorrablótsnefndar um styrk vegna leigu á húsnæði fyrir þorrablót 2018. Erindið er samþykkt.

3. 1. des. hátíð 2017 - 1711009
Sigríður Rósa tekur að sér undirbúning að hátíðinni 1. desember 2018.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:20

Getum við bætt efni síðunnar?