Menningarmálanefnd

164. fundur 23. nóvember 2016 kl. 12:46 - 12:46 Eldri-fundur

164. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 22. nóvember 2016 og hófst hann kl. 20:00.

Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir formaður, Rósa Margrét Húnadóttir aðalmaður, Benjamín Baldursson aðalmaður, Elva Díana Davíðsdóttir aðalmaður, Sigríður Rósa Sigurðardóttir varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Símonardóttir formaður.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun menningarmálanefndar - 1611015
Nokkrar athugasemdir gerðar við fjárhagsáætlun sem verður komið á framfæri við sveitastjórn. Samþykkt með fyrirvara.

2. Sýning á Schottis Diaspora Tapestries verkefninu - 1611019
Sýning á verkefninu verði í Laugaborg í febrúar 2017.

3. Kirkjukór Laugalandsprestakalls - Ósk um fjárstuðning vegna útgáfu geisladisks - 1611020
Benjamín vék af fundi vegna hagsmunatengsla. Skilyrtur styrkur með söngatriði á opnun sýningarinnar Scottish Diaspora Tapestry. Ákveðið var að verða við styrkbeiðninni og verkefnið verði styrkt um 500 þúsund.

4. Smámunasafn Sverris Hermannssonar - Greinargerð 2016 - 1611028
Boða þarf til fundar menningarmálanefndar ásamt sveitastjóra, safnstýrum Smámunasafnsins og safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri. Upplýst ákvörðun verði tekin um skráningu safnsins í kjölfar þess fundar.

5. Smámunasafnið og væntanleg stórgjöf í handverkssafn - 1611018
Handverkskona á Akureyri hefur hug á að gefa til sveitarfélagsins safn sitt sem er veglegt og vandað, geti sveitarfélagið tekið á móti því í ásættanlegu húsnæði.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00

Getum við bætt efni síðunnar?