Menningarmálanefnd

163. fundur 09. nóvember 2016 kl. 15:35 - 15:35 Eldri-fundur

163. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 8. nóvember 2016 og hófst hann kl. 20:00.

Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir formaður, Rósa Margrét Húnadóttir aðalmaður, Benjamín Baldursson aðalmaður, Elva Díana Davíðsdóttir aðalmaður, Samúel Jóhannsson aðalmaður, Stefán Árnason embættismaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Símonardóttir formaður.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun menningarmálanefndar - 1611015
Menningarmálanefnd muni taka endanlega ákvörðun um fjárhagáætslun á næsta fundi.

2. Beiðni um stuðning við Snorraverkefnið árið 2017 - 1610010
Menningarmálanefnd tekur ekki þátt í að styrkja Snorraverkefnið að þessu sinni.

3. Eyvindur 2016 - 1611016
Ritnefn Eyvindar er önnum kafin við greinaskrif. Góður gangur er í vinnslu blaðsins.

4. 1. des. hátíð 2016 - 1611017
Búið er að bóka Vandræðaskáldin Vilhjálm Bragason og Seselíu. Kvenfélagið Iðunn sér um kaffiveitingar.

5. Smámunasafnið og væntanleg stórgjöf í handverkssafn - 1611018
Handverkssafn sem hugsanlega gæti átt heima í Sólgarði. Menningarmálanefnd taki þetta fyrir á næsta fundi.

6. Sýning á Schottis Diaspora Tapestries verkefninu - 1611019
Tekið fyrir á næsta fundi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.21.50

 

Getum við bætt efni síðunnar?