159. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 22. janúar 2015 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir formaður, Rósa Margrét Húnadóttir aðalmaður, Benjamín Baldursson aðalmaður, Elva Díana Davíðsdóttir aðalmaður, Samúel Jóhannsson varamaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Rósa Margrét Húnadóttir.
Dagskrá:
1. 1411028 - Menningarmálanefnd/Eyvindur - ritstjórnarstefna og verklagsreglur
Ákveðið er að fresta erindinu til næsta fundar. Fulltrúar ritstjórnar Eyvindar, ásamt Bryndísi, munu leggja drög að verklagsreglum og ritstjórnarstefnu.
2. 1501007 - Gunnar Jónsson - Skráning gagnasafns
Menningarmálanefnd þakkar fyrir erindið en bendir á að ekki er gert ráð fyrir þessu erindi í kostnaðaráætlun. Nefndin vísar erindinu til sveitastjórnar.
3. 1501013 - Karl Jónsson - fyrirspurn vegna Smámunasafnsins
Mættir á fundinn eru þeir Karl Jónsson og Jóhannes Sigurgeirsson. Þeir báru fyrir nefndina nýjar hugmyndir er varða menningartengda ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Nefndin fagnar þessari umræðu.
Elva Díana vék af fundi kl 21:00, eftir að fyrsta lið var lokið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30