Menningarmálanefnd

155. fundur 19. september 2014 kl. 15:00 - 15:00 Eldri-fundur

155. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar 
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 18. september 2014 og hófst hann kl.20:00

Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir formaður, Rósa Margrét Húnadóttir aðalmaður, Benjamín Baldursson aðalmaður, Elva Díana Davíðsdóttir aðalmaður, ásta Sighvats ólafsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Rósa Margrét Húnadóttir, ritari.

Dagskrá:

1. 1405010 - Erindisbréf nefnda
Erindisbréf sem er frá 2003 lesið af formanni og yfirfarið í sameiningu af nefndarmönnum. Nokkrar athugasemdir / viðbætur voru gerðar við einstaka greinar. Við 1. gr. bætist við það hlutverk menningarmálanefndar að annast félagsheimili sveitarfélagsins. Mál félagsheimilana eru áríðandi. 2. gr. fyrsti varamaður leysir af nefndarmann, í hans fjarveru, hið sama gildir um formann. 3. gr. Að skipa ritnefnd fyrir Eyvind, þarf að gera strax. Eyvindur kemur út 1. des ár hvert. Að skipa fulltrúa í stjórn handverkshátíðar. það verði gert í samráði við stjórn handverkshátíðar. Ef nefndarmaður lýsir sig vanhæfan í ákveðnum málaflokki skal hann víkja af fundi og það skal skráð í fundargerð. það er á ábyrgð hvers og eins nefndarmanns að lýsa sig vanæfan ef málin eru of tengd viðkomandi. Nefndin á að vera ráðgjafandi fyrir sveitarstjórnina. Umfjöllun um erindisbréf lokið.

2. 1302001 - Siðareglur Eyjafjarðarsveitar
Siðareglur kjörinna fulltrúa og stjórnenda hjá Eyjafjarðrsveit lesnar yfir af nefndinni. Nýjar siðareglur, ný samþykkt sveitarstjórnar, sem nefndarmenn kynna sér í sameiningu á fundinum. það þarf að samhæfa siðareglur og erindisbréf, varðandi siðareglur og annað. Nefndin hefur kynnt sér þessar siðareglur og ekki meira um þær rætt.

3. 1409014 - Endurskoðun á samningi
Endurskoðun á samningi Eyjafjarðarsveitar við Freyvangsleikhúsið rædd. Minnisblað vegna Freyvangsleikhússins lesið. Fulltrúar Freyvangsleikhússins komu með óformlega beiðni til sveitarstjóra og óskuðu þar eftir aukinni þátttöu leikhússins hvað varðar umsjón hússins. Freyvangsleikhúsið er dýrmætt fyrir sveitarfélagið og okkur ber að hlúa að því. Okkur ber að taka athugasemdir fulltrúa leikhússins alvarlega og skoða þær og bregðast við þeim. ákveðið að þetta verði tekið til athugunar.

4. 1409015 - Starfsáætlun menningarmálanefndar 2014-2015
Starfsáætlun menningarmálanefndar rædd. Til viðbótar við einstök verkefni starfsáætlunar þarf að taka fyrir framtíð Freyvangs, Laugaborgar og Smámunasafnsins. Eyðibýlaskilti, bæjarskilti við eyðibýli voru tekin upp af fyrrverandi nefnd. Nýrri nefnd ber að athuga hvort verkefnið haldi áfram. Skipa skal ritnefnd fyrir Eyvind. Benjamín býður sig fram áfram, auk hans Rósa. Fleiri þarf til að skipa ritnefnd. Tillögur um nýja nefndarmenn ritstjórnar ræddar. Mikilvægt að byrja snemma að huga að útgáfu blaðsins og leita tilboða frá prentsmiðjum. 1. des hátíðin: Elva Díana og ásta ætla að ræða saman um dagskrá 1. des hátíðarinnar. Bæjarnöfnin, þau skilti sem á að gefa út, eru sameiginleg ákvörðun nefndarinnar.

5. 1409016 - Samningur við Tónvinafélag Laugaborgar um rekstur tónleikahalds
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

6. 1409017 - Smámunasafn - rekstur
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:15



 

 

Getum við bætt efni síðunnar?