153. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 4. mars 2014 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir formaður, Benjamín Baldursson aðalmaður, Samúel Jóhannsson aðalmaður, Helga H. Gunnlaugsdóttir
aðalmaður, Leifur Guðmundsson aðalmaður og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
þórarinn Stefánsson mætti á fundinn og ræddi erindi Tónvinafélagsins við fyrsta lið dagskrár.
Dagskrá:
1. 1401008 - Styrkur til tónleikahalds í Laugarborg
Tónvinafélag Laugarborgar hefur verið úthlutað styrk úr Tónlistarsjóði að upphæð kr. 400 þús. og skal styrkurinn
nýttur til tónleikahalds í Tónlistarhúsinu Laugarborg á tímabilinu janúar til júní 2014.
Félagið óskar eftir jafnháum styrk frá sveitarfélaginu.
Samþykkt að styrkja félagið um kr. 200 þús.
2. 1103022 - Uppbygging búnaðarsögusafns að Saurbæ
Eyjafjarðarsveit hefur fengið húseignir í Saurbæ til umráða. ákveðið að fá Nýsköpunarmiðstöð til að
stýra stefnumótun vegna safnastarfsemi í Saurbæ og Sólgarði.
3. 1402017 - Altarisklæði Miklagarðs - styrkumsókn
óskað er eftir styrk til að vinna verk í anda altarisklæða frá Miklagarði. ákveðið að styrkja verkefnið til efniskaupa um kr. 100
þús.
4. 1403001 - Umsókn um styrk v. kaupa á orgeli í Grundakirkju
Sóknarnefnd Grundarkirkju óskar eftir styrk vegna kaupa á nýju orgeli í Grundarkirkju. ákveðið að styrkja verkefnið um kr. 200
þús.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00