107. fundur Menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarsveitar þriðjudaginn 25. april. kl. 17:00
Mætt voru: Björk Sigurðardóttir, María Gunnarsdóttir, Ragnheiður Hreiðarsdóttir og Hulda M. Jónsdóttir
Dagskrá:
1. Bréf frá Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð.
2. Skemmtun fyrir grunnskólanemendur
3. Handverkshátíð 2006
1. Bréf barst frá Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð varðandi beiðni um styrk að upphæð 100.000 kr. Menningarmálnefnd sá sér ekki fært að veita þann styrk.
2. Talað var við Halldóru Geirharðsdóttur og ólafíu Hrönn og þær beðnar um að koma og vera með skemmtun fyrir nemendur í Hrafnagilsskóla. því miður gat ekkert orðið af þeirri skemmtun þar sem kostnaður við komu þeirra fór fram úr því sem áætlað hafði verið fyrir þessa skemmtun.
3. Menningarmálanefnd hefur ekki borist bréf frá stjórn handverskhátíðar varðandi aðkomu nefndarinnar að hátíðinni líkt og undanfarin ár. Gott væri ef nefndinni bærist erindi hið allra fyrsta ef þess er óskað svo hægt sé að hefja undirbúning sem fyrst.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:00