151. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 9. september 2013 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir, Benjamín Baldursson, Samúel Jóhannsson, Leifur Guðmundsson, Helga H. Gunnlaugsdóttir og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Bryndís Símonardóttir, formaður.
Dagskrá:
1. 1308015 - Freyvangsleikhúsið - þjónusta húsvarða í Freyvangi
Erindi Freyvangsleikhússins er varðar yfirtöku á þjónustu húsvarðar við leikhúshópinn. Formanni og sveitarstjóra
falið að skoða þá samninga sem fyrir liggja í dag og í samráði við eigendafélögin að skoða möguleika á að
verða við þessari beiðni.
2. 1309007 - 1. des. hátíð
Undirbúningur 1. des hátiðar er að hefjast og munu formaður og Samúel fá einn varamann Menningarmálanefndar með sér í lið
við undirbúninginn.
3. 1009021 - Eyvindur
Helga Gunnlaugsdóttir og Benjamín Baldursson taka Eyvind að sér í ár eins og undanfarin ár og munu þau kalla saman ritnefnd.
4. 1209022 - Merking eyðibýla
Nefndin fór yfir þau eyðibýli sem til greina kæmi að merkja með eyðibýlamerkingum. Valin voru 8 eyðibýli sem merkt verða í
ár.
5. 1309008 - Styrkbeiðni útvarpskórsins
útvarpskórinn óskar annars vegar eftir fjárstyrk frá Menningarmálanefnd og tækifæri til sviðsæfinga á tímabili
í vetur hins vegar, vegna uppsetningar á söngleiknum Rammislagur. Nefndin samþykkir heilshugar að hópurinn fái aðstöðu til
sviðsæfinga í samráði við húsvörð Laugaborgar. Um fjárstyrk getur ekki orðið að sinni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:10