Menningarmálanefnd

106. fundur 11. desember 2006 kl. 20:52 - 20:52 Eldri-fundur

106. fundur Menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarsveitar þriðjudaginn 15. nóv. kl. 17:00

Mættar voru:  Björk Sigurðardóttir, María Gunnarsdóttir og  Hulda M. Jónsdóttir


Dagskrá: 
1. 1. des. tónleikar
Tónleikar með Ragnheiði Gröndal í tengslum við fullveldisdaginn verða sunnudaginn 4. des. þórarinn Stefánsson sér um auglýsingarmál  og nefndarmenn sjá um allan aðbúnað Ragnheiðar og föruneytis. Kaffi og konfekt verður í boði á tónleikunum og sjá nemendur í 10. bekk Hrafnagilsskóla um framreiðslu. Miðasala verður í forsölu í Jólagarðinum, miðaverð 1500 kr. og 1000 kr. fyrir eldri borgara..

2. Eyvindur
þessa dagana er verið að vinna að útgáfu Eyvindar og er hann væntanlegur í lok mánaðarins. Kostnaður vegna Eyvindar verður svipaður og sl. ár

3. Skemmtun fyrir grunnskólanemendur
í athugun er að fá Halldóru Geirharðsdóttur og ólafíu Hrönn með skemmtun fyrir grunnskólanemendur. Rætt hefur verið við þær en ekki hafa fengist svör við endanlegri tímasetningu. Vonandi næst þetta fyrir jól en ef ekki þá fljótlega eftir áramót.

4. Bréf frá Freyvangsleikhúsinu
Bréf barst frá formanni og gjaldkera Freyvangsleikhússins þar sem farið er fram á styrk að upphæð 350.000 kr. eins og undanfarin ár og verður nefndin við þeim óskum.

5. Starfsáætlun

Starfsáætlun yfirfarin og formanni falið að ganga endanlega frá henni.



Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?