147. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 6. febrúar 2013 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir, Benjamín Baldursson, Samúel Jóhannsson, Leifur Guðmundsson, Jónas Vigfússon og Valgerður Guðrún
Schiöth.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1301003 - Styrkumsókn - upptökubúnaður fyrir tónlist
Málinu frestað.
2. 1302004 - Staða umsjónarmanns Smámunasafnsins
Guðrún Steingrímsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu, sem umsjónarmaður Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Farið var yfir
starfslýsingu umsjónarmanns og sveitarstjóra falið að auglýsa starfið í samræmi við hana.
Guðrúnu eru þökkuð ákaflega vel unnin störf og ákveðið að fá hana á fund nefndarinnar áður en að starfslokum
kemur.
3. 1302006 - Gjaldskrá Félagsheimila 2013
Farið var yfir tillögu að breytingu á gjaldskrá og formanni og sveitarstjóra falið að vinna tillögur í samræmi við
umræður á fundinum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:50