94. fundur menningarmálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar 25. september 2003.
1. Greiða þarf Freyvangsleikhúsinu fyrir framlag þeirra til kvöldvöku Handverkshátíðar kr. 100.000,-
2. Umræður um Eyvind
Athuga þarf hvort ritnefndin vill öll starfa áfram.
3. 1. des. skemmtun
Kanna á hvort hægt er að fá Guðrúnu Gunnarsdóttur söngkonu á tónleika í Laugarborg. Fyrirhugað er að tónleikarnir verði sunnudagskvöldið 30. nóvember.
4. Umsókn frá Vilhjálmi Sigurðssyni um styrk að fjárhæð kr. 100.000,-
Vilhjálmur er að hefja mastersnám í trompetleik í Oslo í Noregi. Nefndin tekur jákvætt í erindið en frestar ákvörðun fram yfir útgáfu Eyvindar og 1. des. skemmtunar.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið.
Hulda M. Jónsdóttir
Ingólfur Jóhannsson
Björk Sigurðardóttir
Ragnheiður Hreiðarsdóttir