Menningarmálanefnd

145. fundur 21. september 2012 kl. 14:58 - 14:58 Eldri-fundur

145. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 20. september 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir formaður, Benjamín Baldursson aðalmaður, Samúel Jóhannsson aðalmaður, Leifur Guðmundsson aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Benjamín Baldursson.

Gunnar Jónsson frá Villingadal mætti á fundinn til umræðu um fundarliði nr. 1 og 7

Dagskrá:

1.  1104013 - Söfnun menningarminja
 Gunnar Jónsson frá Villingadal kom á fundinn og kynnti heimildasöfnun og söguritun sína úr Eyjafjarðarsveit. ákveðið var að halda fund 10. október n.k. og kanna þar áhuga íbúa sveitarinnar á aðkomu eða þátttöku í söfnuninni. Framsögumaður verður Gunnar Jónsson. þá verða þar einnig fulltrúar frá Búnaðarsögusafni og Minjasafninu á Akureyri.
Nefdin telur brýnt að vinna að menningarstefnu Eyjafjarðarsveitar. Gunnar Jónsson, gestur fundarins, lagði fram vinnuplagg um margvísleg atriði sem gætu verið grunnur að stefnu í menningarmálum Eyjafjarðarsveitar.
   
2.  1209019 - Hvar á ég heima? - sýningarröð í Eyjafirði
 Nefndin stakk upp á nöfnum nokkurra aðila sem gætu komið að sýningarröðinni og formanni falið að ræða við fólkið.
   
3.  1009024 - Stefnumótun fyrir félagsheimilin
 Formanni nefndarinnar falið að vinna upp drög að stefnumótun út frá tillögum sem fram komu á hugarflugsfundi sl. vor.
   
4.  1209020 - Eyvindur 2012
 Ritnefndin er að hefja störf á næstunni.
   
5.  1209021 - 1. des. hátíð 2012
 Skemmtanahópur Menningarmálanefndar tekur að sér að skipuleggja dagskrá fyrir 1. des.
   
6.  1209022 - Merking eyðibýla
 á næstu fjárhagsáætlun verður sótt um fjármagn til merkinga eyðibýla.
   
7.  1206017 - Stefnumótun í menningarmálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði Eyþings
 Bréf hefur borist frá Menningarráði Eyþings þar sem varpað er fram nokkrum spurningum um stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum. Formanni er falið að svara bréfinu.
   
8.  1209024 - Styrkbeiðni vegna strengjamóts
 ákveðið var að styrkja hvern nemanda um kr.18.000.
   


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:15

Getum við bætt efni síðunnar?