90. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar 19. mars 2003 kl. 16:00
Mætt voru: Bjarni sveitarstjóri, Ingólfur, Björk, Ragnheiður, Hulda og María.
1. Erindisbréf
Bjarni ræddi um erindisbréf menningarmálanefndar. Farið var yfir það. Nefndin má samt skipta sér af ýmsu sem ekki er endilega tilgreint í erindisbréfinu. Nefndin getur fengið svæði í tölvunni og skráð allar fundargerðir í hana. þá er bara skráð í fundagerðarbókina að það hafi verið haldinn fundur.
2. Bjarni ræddi um stefnuskjal Eyjafjarðarsveitar
Menningarmálanefnd fari yfir sinn kafla í þessu skjali og taki afstöðu og/eða komi með tillögu að breytingum fyrir 27. mars. En við ákváðum að samþykkja þetta skjal sem snýr að menningarmálanefnd.
Nefndarmönnum tíðrætt um handverkssýningu á Hrafnagili því við viljum sjá hlut íslensk handverks efldan. Til þess að ná sem bestri samfellu í menningarmálum sveitarfélagsins teljum við nauðsynlegt að huga að ráðningu menningarfulltrúa.
3. Heimsókn tónlistarfólks
ólafur Kjartan Sigurðsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir eru tilbúin að koma til okkar 9. apríl og hafa tónleika fyrir nemendur um morguninn og e.t.v. tónleika um kvöldið fyrir alla. ákveðið að hittast aftur 27.3. kl. 16:00 og móta betur fyrirkomulag kvöldtónleika ef af þeim verður.
Fleira ekki rætt, fundi slitið.
Ingólfur Jóhannsson
Hulda M. Jónsdóttir
Ragnheiður Hreiðarsdóttir
Björk Sigurðardóttir
María Gunnarsdóttir