89. fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar 20. febrúar 2003.
1. Farið var yfir ýmsa kostnaðarliði síðasta árs.
Eyvindur: 211.152,- kr. Ritnefnd fær laun eins og aðrir nefndarmenn sem sitja í nefndum á vegum sveitarfélagsins.
2. 1. des. hátíð.
Tónlistarmenn kr. 74.800,-
V/vinnu 10. bekkjar - leiga á Laugarborg 14.000,-
Annar kostnaður 13.565,-
Samtals: kr. 112.365,-
Innkoma kr. 23.500,-
3. Bókasafnið
útlán á bókum hefur aukist og voru þau árið 2001 3.691 og 2002 voru þau 4.731. í ljósi þessarar aukningar finnst okkur ástæða að styrkja bókasafnið enn betur t.d. með kynningum. Og langar okkur að hrósa bókasafnsverðinum og þökkum henni vel unnin störf, þá langar okkur einnig að geta þess hvað bókakynningin gekk vel og var vel sótt í desember.
4. Hvað ætlar menningarmálanefnd að gera á þessu ári ?
ákveðið var að tala við ólaf Kjartan Sigurðarson og athuga hvort hann geti komið til okkar í mars eða apríl. Okkur langar að fá hann í skólann og hafa smá söngskemmtun þar og svo tónleika um kvöldið í Laugarborg. María Gunnars ætlar að tala við hann. Frekari skemmtanir verða auglýstar síðar.
Fleira ekki rætt, fundi slitið.
María Gunnarsdóttir
Björk Sigurðardóttir
Ragnheiður Hreiðarsdóttir
Hulda M. Jónsdóttir
Ingólfur Jóhannsson