Menningarmálanefnd

138. fundur 11. mars 2011 kl. 14:31 - 14:31 Eldri-fundur

138 . fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 9. mars 2011 og hófst hann kl. 21:00.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir, Benjamín Baldursson, Samúel Jóhannsson, Leifur Guðmundsson, Jónas Vigfússon og Auðrún Aðalsteinsdóttir.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon/Bryndís Símonardóttir, sveitarstjóri/formaður.


Dagskrá:

1.  1009021 - Eyvindur 2010
 Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar fórst fyrir að gera ráð fyrir kostnaði við útgáfu Eyvindar og þarf að gera ráð fyrir því við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Kostnaðurinn er 321.172 kr. ásamt 250.000 kr. þóknun til ritnefndarinnar vegna aksturs og annarra útgjalda. 


2.  1009023 - Stefnumótun fyrir Smámunasafn
 Bryndís kynnti vinnu við stefnumótun fyrir söfn í Saurbæ. Hugmyndin gengur út á að stofnuð verði safnastjórn sem fari með yfirstjórn Smámunasafnsins og sýninga sem yrðu í gangi á Saurbæjartorfunni og víðar í sveitarfélaginu. í því sambandi nefndi hún búnaðarsögusafn, skotvopnasýningu, kvennaskólasýningu, servíettusýningu, dúkkulísusýningu , gamla bæinn á öngulsstöðum og Saurbæjarkirkju.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:30

Getum við bætt efni síðunnar?