139 . fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 29.
nóvember 2010 og hófst hann kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir, óðinn ásgeirsson, ólöf Huld Matthíasdóttir, ármann Ketilsson, Ingibjörg ólöf Isaksen
og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1011007 - Styrkbeiðni Funa fyrir árið 2011
ákveðið að styrkja Funa um kr. 200.000 vegna barna- og unglingastarfs.
2. 1011006 - Styrkbeiðni UMSE fyrir árið 2011
ákveðið að styrkja UMSE um kr. 550.000.
3. 1011026 - Fjárhagsáætlun 2011
Lagt er til að gjaldskrá í sundlaug verði hækkuð um u.þ.b. 7%. áfram verði frítt fyrir 15 ára og yngri og gjaldið verður
nokkuð lægra en í nágrannasveitarfélögum.
Einnig er lagt til að gjaldskrá á tjaldsvæði verði hækkuð þannig að fyrir fullorðna verði greitt 900 kr./nóttina í stað
850 kr. áður. Fyrir umframnætur verði greitt 750 kr./fullorðna í stað 700 kr. áður og fyrir rafmagn 600 kr./nóttina í stað 500 kr.
áður.
Við endurbætur á tjaldsvæði er gert ráð fyrir að setja snyrtingar í snyrtihús og tvo tvöfalda rafmagnsstaura.
Eftir er að semja við Samherja og það gæti breytt styrkfjárhæð til þeirra.
Að öðru leyti er vísað til fylgiskjals með fjárhagsáætlun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00