69. fundur íþrótta- og tómstundarnefndar haldinn að sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar 19. nóvember 2003 kl. 16:00
Mættir: Gunnur ýr Stefánsdóttir, ásta Stefánsdóttir, Kristín Kolbeinsdóttir, Sveinbjörg Helgadóttir og Elmar Sigurgeirsson.
1. Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar
1. liður sem tekinn var fyrir var úthlutun til félagsmiðstöðvar Hrafnagilsskóla. Samþykkt að heildarúthlutun yrði 850.000 krónur og Karli Frímannssyni falið að skila inn fjárhags- og starfsáætlun.
2. liður sem tekinn var fyrir var úthlutun til íþróttahúss Hrafnagilsskóla. Samþykkt að heildarúthlutun til íþróttahúss yrði 5.300.000.- og forstöðumanni falið að skila inn fjárhags- og starfsáætlun.
óskað eftir fundi með sveitarstjóra varðandi fjárhagsáætlun vinnuskóla, rekstur íþróttasvæðis og sameiginlegan umsjónarmann íþróttamannvirkis á Hrafnagili.
Fleira ekki rætt og fundi slitið 17.15. Næsti fundur boðaður þriðjudaginn 25. nóvember á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Fundarritari: Kristín Kolbeinsdóttir