Lýðheilsunefnd

131. fundur 12. maí 2009 kl. 08:49 - 08:49 Eldri-fundur
131. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 11. maí 2009 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Kristín Kolbeinsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Elmar Sigurgeirsson, Lilja Sverrisdóttir, þórir Níelsson, Guðrún Sigurjónsdóttir,

Fundargerð ritaði:  Nanna Jónsdóttir , ritari


Dagskrá:

1.    0905009 - Kvennahlaup íSí 2009
Kvennahlaup íSí verður haldið laugardaginn 20. júní 2009. Boðið verður upp á 3 vegalengdir, 2,5, 5 og 10 km. Skráning hefst kl. 10:30. Hlaupið verður haldið við Hrafnagilsskóla og hefst kl. 11:00. Auk hlaupsins er stefnt að því að fá Hjálparsveitina Dalbjörgu með kassaklifur, Hestamannafélagið Funa til að teyma undir börnunum, hjúkrunarfræðing til að mæla blóðþrýsting og blóðsykur hjá þátttakendum og hafa þrautabraut fyrir börnin. Einnig verður frítt í líkamsræktina eftir kl. 11:00 þennan dag og þátttakendur fá frítt í sund.


2.    0905010 - Málefni íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar vor 2009
Guðrún, forstöðumaður íþróttamannvirkja, kynnti nýja verðskrá með 8% hækkun. Nefndarmenn samþykktu samhljóða þessa hækkun.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 21:15
Getum við bætt efni síðunnar?