127. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 30. september 2008 og hófst
hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Kristín Kolbeinsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Elmar Sigurgeirsson, Lilja Sverrisdóttir, þórir Níelsson, Guðrún
Sigurjónsdóttir,
Fundargerð ritaði: Kristín Kolbeinsdóttir , formaður
Dagskrá:
1. 0809024 - Ungmennafélagið Samherjar óska eftir að opnunartími íþróttamiðstöðvar verði
aukinn
íþrótta- og tómstundanefnd ræddi ályktun frá sveitarstjórnarfundi 30. sept. þar sem nefndin var beðin um
að athuga kostnaðarauka sem fylgir lið 2 og 3 í erindi Samherja. Nefndarmenn ásamt umsjónarmanni íþróttamannvirkja eru sammála um að
liður 3 sé ekki framkvæmanlegur. Festa í opnunartíma er mjög mikilvæg og þar að auki er búið að leigja út 2 tíma
í íþróttahúsinu á föstudagskvöldum.
Varðandi lið 2 telja nefndarmenn sig ekki hafa forsendur til að reikna út kostnað sem hlytist af aukinni sunnudagsopnun og vísa erindinu til sveitarstjóra sem
vinnur málið í samvinnu við umsjónarmann íþróttamannvirkja.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:10