Lýðheilsunefnd

110. fundur 12. september 2007 kl. 10:11 - 10:11 Eldri-fundur
110. fundur  íþrótta-og tómstundanefndar, 0. sept. 2007 kl. 20:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Mættir eru: þórir Níelsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og Elmar Sigurgeirsson.

1. Sundleikfimi aldraðra í Kristneslaug.
ákveðið að Kirsten Godsk verði með sundleikfimi fyrir aldraða í Kristneslaug. Tímarnir hefjast 1. okt. og standa til 29. nóv., samtals 9 skipti, þátttakendum að kostnaðarlausu.

2. Verð fyrir tíma í íþróttahúsinu í Hrafnagilsskóla.
Lagt fyrir bréf frá umsjónarmanni íþróttamannvirkja þar sem lagðar voru fram tillögur um verð á tímum í íþróttahúsinu. Samþykkt að hækka gjald pr. tíma í 4.000. þeir sem greiða hálfan vetur fyrirfram fá 5% afslátt og þeir sem greiða allan veturinn fá 10% afslátt.

3. Leikfimi fyrir almenning á vegum önnu Rappich.
Anna býðst til að vera með leikfimi fyrir almenning tvisvar í viku í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla. ákveðið að auglýsa og kanna áhugann.

4. Sundnámskeið fyrir almenning – framhald.
Nefndarmenn samþykktu að bíða með frekari sundnámskeið en taka málið upp á næsta ári.

5. Leikjanámskeið 3-5 ára barna.
Samþykkt að hafa leikjaskóla fyrir börn fædd 2002-2004. Leikjaskólinn yrði á laugardögum í íþróttahúsinu og jafnvel sundlauginni, samtals 10 skipti. þátttökugjald pr. barn kr. 3.000.


Næsti fundur ákveðinn mánudagskvöldið 8. okt. kl. 20:00.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:00.
Getum við bætt efni síðunnar?