Lýðheilsunefnd

106. fundur 31. maí 2007 kl. 09:42 - 09:42 Eldri-fundur
106. fundur  íþrótta-og tómstundanefndar, 9. maí  2007 kl. 20:30 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Mættir eru: þórir Níelsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og Elmar Sigurgeirsson.

1. Styrkbeiðni frá Jófríði Stefánsdóttur.
Jófríður sækir um 10.000 kr. styrk vegna þjálfaranámskeiðs íSí í frjálsum íþróttum. Samþykkt að vísa erindinu til U.m.f. Samherja en endurskoða málið ef  félagið styrkir hana ekki.

2. Styrkbeiðni frá Hildi Ingu Magnadóttur.
Nanna vék af fundi. Hildur sækir um styrk vegna æfingaferðar, með KA fótboltastúlkum, til Spánar 6.- 13. júní. Styrkbeiðnin samþykkt. styrkur að upphæð 25.000.-

3. Leikfimi eldri borgara, bréf frá önnu Rappich.
Anna sækir um launahækkun vegna leikfimi aldraðra sem fram fer í Hrafnagilsskóla alla mánudaga meðan félagsstarfið fer fram yfir vetrartímann u.þ.b. 26 skipti yfir veturinn. Launin hafa verið óbreytt í 10 ár. Umbeðin launahækkun samþykkt með því fororði að þessi liður falli undir íTE (þessi liður kemur ekki fram á föstum liðum fjárhagsáætlunarinnar).
Einnig bauðst hún til að vera með leikfimitíma fyrir almenning í íþróttahúsinu í Hrafnagilsskóla næsta vetur. ákveðið að skoða það mál á haustdögum með tilliti til fjárhagsstöðu nefndarinnar.

4. Kvennahlaup íSí.
Gengið frá bolapöntun (63 stk.). Búið að ganga frá því að Dalbjörg verði með kassaklifur og hjúkrunarfræðingur verður á staðnum. Eftir að kanna hvort Funi geti verið og hvort lögreglan geti verið með hjólaskoðun. Boðið verður upp á Kristal og grænmeti og/eða ávexti.

5. Skólahreysti.
Sótt um styrk vegna "Skólahreysti 2007" kr. 50.000. Nefndarmenn voru sammála um að þetta væri gott framtak og veita styrkinn.

6. önnur mál.
•    Námskeiðið "Börn og umhverfi" stendur yfir og gengur vel.
•    Kristín las minnisblað frá samstarfsfundi þeirra sem koma að málum íþróttamannvirkja sveitarinnar frá 2. maí s.l.
•    Nefndarmenn beina því til sveitarstjórnar að knýja á um að samskeyti rennibrautar verði lagfærð hið fyrsta.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:45.
 
Næsti fundur verður þriðjudaginn 12. júní 2007 kl. 20:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.


Getum við bætt efni síðunnar?