105. fundur íþrótta-og tómstundanefndar, 1. maí 2007 kl. 20:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Mættir eru: þórir Níelsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og Elmar Sigurgeirsson.
1. Styrkbeiðni frá Jóni Guðna þórarinssyni.Samþykkt samhljóða að veita Jóni hámarksstyrk kr. 25.000 vegna æfingabúða í Blackpool með 3. fl. karla í fótbolta.
2. Fjölskyldukort fyrir sundlaugina við Hrafnagilsskóla.Nefndarmenn samþykkir því að bæta við fjölskyldukorti. Kostar það 30.000 og gildir í hálft ár fyrir foreldra og börn undir 18 ára aldri.
3. Kvennahlaup íSí.Hlaupið verður laugardaginn 16. júní kl. 11:00. ákveðið að tala við:
- Funa um að teyma undir börnum.
- Dalbjörgu um að hafa kassaklifur, púlsmælingar og vakt á þjóðvegi.
- Hjúkrunarfræðing um blóðþrýstings- og blóðsykursmælingar.
- Styrkþega íTE um að sjá um fótbolta fyrir börnin.
Veitingar verða ýmis konar grænmeti auk Kristals.
4. Barnfóstrunámskeið.Ekki fengust nógu margir þátttakendur eftir fyrstu auglýsingu í sveitapésanum. ákveðið að reyna aftur í seinni hluta maí.
5. ókeypis í sund fyrir börn, sem eru yngri en 8 ára og eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit.Tillaga barst til nefndarinnar um að bjóða börnum undir 8 ára aldri frítt í sund til að stuðla að aukinni hreyfingu þeirra. Samþykkt að gera tilraun til áramóta og halda þá áfram ef aðsókn er góð.
6. Sundpokar með merki Eyjafjarðarsveitar.Til nefndarinnar barst hugmynd um að gefa börnum sveitarinnar sundpoka merktan íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar ásamt merki sveitarinnar. ákveðið að kaupa slíka poka fyrir nemendur í 1.- 4. bekk í Hrafnagilsskóla og börn á leikskólaaldri.
7. Sundlaugaropnun á handverkshátíð 2007.Lagðar fram tillögur frá Dórótheu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar og Elmari Sigurgeirssyni um að hafa sundlaugina opna þessa helgi. Einungis yrði opið fyrir gesti sýningarinnar og yrðu þeir að greiða aðgangseyri að sundlauginni og fjöldi yrði takmarkaður að lauginni.
íTE beinir því til sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar að flýta framkvæmdum á búningsklefum í kjallara íþróttahúss og sjá til þess að þeir verði tilbúnir fyrir hátíðina. ástæðan er sú að búningsaðstaðan annar alls ekki þeirri þörf sem er nú þegar til staðar á háannatímum.
8. Sundnámskeið fyrir fullorðna.ákveðið að halda sundnámskeið fyrir fullorðna og sér Ingibjörg Isaksen, íþróttakennari um það. Um er að ræða 11 skipti og yrði það haldið á tímabilinu 25. júní til 25. júlí. Kostnaður pr. mann er 8.500 kr. og nefndin niðurgreiðir gjald þeirra, sem eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit, um kr. 2.500. Annar kostnaður sem nefndin ber er vegna kaupa á froskalöppum.
9. Sundleikföng fyrir sundlaugina.íTE beinir þeim tilmælum til umsjónarmanns íþróttamannvirkja Eyjafjarðarsveitar að gera lista yfir æskileg sundleikföng og mun nefndin styrkja þau kaup.
10. Sundnámskeið fyrir 3 – 4 ára börn.áskorun hefur borist til nefndarinnar frá nokkrum foreldrum um að halda sundnámskeið fyrir 3 – 4 ára börn. Nefndir ætlar að kanna hvort gerlegt er að halda slíkt námskeið í útisundlaug með dýpi eins og er í sundlauginni við Hrafnagilsskóla.
11. önnur mál.Nefndarmenn tóku þá ákvörðun að nota skammstöfunina íTE þegar rætt er um íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:00.
Næsti fundur verður 29. maí 2007 kl. 20:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.