Lýðheilsunefnd

104. fundur 27. apríl 2007 kl. 10:59 - 10:59 Eldri-fundur
104. fundur  íþrótta-og tómstundanefndar 11. apríl 2007 kl. 16:30 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Mættir eru: Bjarni Kristjánsson, Sigurlín Grétarsdóttir, þórir Níelsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og Elmar Sigurgeirsson.

1. Bjarni Kristjánsson gerir grein fyrir stöðu sundlaugarmála.
Bjarni sagði frá því að eftir að Orri Stefánsson sagði upp var Sigurlín Grétarsdóttir ráðin til bráðabirgða og staðan auglýst síðar. Eftir að sundlaugin var tekin í notkun komu upp ýmiskonar gallar sem verið er að lagfæra.Koma á tækjasalnum í stand og ætlar Sigurlín að fá tilboð í þau tæki sem enn vantar. Hún er einnig að skoða ýmis önnur mál s.s. fatamál starfsmanna en ákveðið er að allir starfsmenn klæðist fatnaði merktum sundlauginni.

2. Ný verðskrá fyrir sundlaug Hrafnagilsskóla og opnunartími sumarsins.
Samþykkt tillaga um breytingu á verðskrá sundlaugar.
                       Börn    Fullorðnir
Stakir miðar        150          300
10 miða kort     1000        2500
30 miða kort     2500        6000
árskort           15000       25000

í tækjasal (sund innifalið) gilda þessi verð:
1 skipti            500 kr.
10 skipti        3.500 kr.
30 skipti        8.000 kr.
árskort        30.000 kr

Opnunartími:
Virkir dagar kl. 6:30-9:30 og kl. 13:00-22:00
og um helgar kl. 10:00-18:00.        

3. Tillaga um nýtt nafn á íþróttamannvirki sveitarinnar.
Nefndarmenn samþykktu þá tillögu sem fyrir lá að nefna mannvirkin íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Lógó Eyjafjarðarsveitar verður notað á pappíra, fatnað og annað í nafni hennar.

4. Styrkbeiðni frá Funa.
Samþykkt að veita Funa árlegan styrk kr. 250.000. Að auki var ákveðið að veita kr. 250.000 viðbótarstyrk vegna námskeiðshalds barna- og unglinga.

5. Styrkbeiðni frá Jóhanni Axeli Ingólfssyni.
Samþykkt samhljóða að veita Jóhanni hámarksstyrk kr. 25.000 vegna æfingabúða í Blackpool með 3. fl. karla í fótbolta.

6. önnur mál.
1) Dórothea Jónsdóttir bað nefndarmenn að huga að opnunartíma um handverkshelgina í ágúst.
2) Barnfóstrunámskeið í umsjón RKí verður haldið 28. apríl og 2. maí í Hrafnagilsskóla.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?