Lýðheilsunefnd

102. fundur 15. febrúar 2007 kl. 10:44 - 10:44 Eldri-fundur

102. fundur íþrótta-og tómstundanefndar 14. febrúar 2007 kl. 20:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Mætt þórir Níelsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og Elmar Sigurgeirsson.

1. Styrkbeiðni frá Félagsmiðstöð Hrafnagilsskóla vegna söngvakeppni Samfés 3. mars 2007.
Nefndin ákvað að niðurgreiða rútukostnað hópsins um 80.000 kr.

2. Styrkbeiðni frá Helgu Jóhannsdóttur vegna Norðurlandamóts í listhlaupi á skautum.
Nefndin ákvað að fara fram á upplýsingar um ferðakostnað og frestaði afgreiðslu.

3. Skyndihjálparnámskeið fyrir almenning.
Gunnar Agnar Vilhjálmsson ætlaði að sjá um 16 tíma skyndihjálparnámskeið um mánaðarmóti febr./mars getur ekki orðið þar sem Gunnar kemst ekki. ákveðið að ræða við Val slökkviliðsmann um að sjá um námskeiðið í staðinn. Beðið eftir nánari tímasetningu og auglýst þá.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?