íþrótta- og tómstundanefnd 100. fundur
100. Fundur íþrótta-og tómstundanefndar 21.des kl. 16:00 Vökulandi.
Mættir: Elmar, Kristín, Lilja, þórir og Nanna
1. Umfjöllun um verðskrá fyrir sundlaug Hrafnagilsskóla.
Nefndarmenn fjölluðu um verðskrána og ræddu um hvernig hún hentaði til að auka aðsókn að lauginni. Að lokum var verðskráin samþykkt með þeim athugasemdum að ef aðsókn að lauginni yrði mjög góð þá yrði hún endurskoðuð með tilliti til hækkunar verðs á aðgangskortum.
2. Umsóknir um styrki.
a) Frá Orra Stefaánssyni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Eyjafjarðarsveitar. Hann óskar eftir því að nefndin kaupi fótboltamörk fyrir íþróttavöllinn þar sem gömlu mörkin skemmdust mikið í rokinu í nóvember. Alls kr. 241.600.- Beiðnin var samþykkt.
b) Frá Hansi Rúnari Snorrasyni forstöðumanni félagsmiðstöðvar Hrafnagilsskóla og nemendaráði Hrafnagilsskóla. óskað er eftir styrk til kaupa á tölvu í diskabúrið, diskómixer fyrir Ipod, diskóljósum, skjávarpa í félagsmiðstöðina Hyldýpið og reykvél til að nota á skemmtunum, alls kr. 297.300.- beiðnin var samþykkt.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17:00