Lýðheilsunefnd

199. fundur 02. nóvember 2021 kl. 16:00 - 18:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Sigurður Eiríksson
  • Guðrún Helga Kristjánsdóttir
  • Ármann Ketilsson
  • Dagný Linda Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Erna Lind Rögnvaldsdóttir forstöðumaður íþróttamiðstöðvar
Fundargerð ritaði: Sigurður Eiríksson ritari

Dagskrá:

1. Lýðheilsustyrkur - 2101009
Rætt um stöðu á umsóknum um lýðheilsustyrk sem er styrkur fyrir 67 ára og eldri til tómstundaiðkunar. Lýðheilsunefnd leggur til að styrkurinn verði óbreyttur árið 2022 eða 15.000 krónur.
Samþykkt

2. Íþrótta- og tómstundastyrkur - 2103010
Rætt um stöðu á umsóknum um styrkinn fyrir árið 2021. Lagt til að styrkurinn verði hækkaður í kr. 35.000 fyrir árið 2022.
Samþykkt

3. Íþróttamiðstöð gjaldskrá 2022 - 2110060
Farið yfir tillögu að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2022. Lokatillaga nefndarinnar að gjaldskrá verður ákveðin á næsta fundi nefndarinnar sem er áætlaður í næstu viku.
Samþykkt

4. UMF Samherja samstarfssamningur - 2110062
Sveitarfélaginu hefur borist ósk frá UMF Samherjar um að endurskoða samstarfssamning milli sveitarfélagsins og ungmennafélagsins. Óskar UMF Samherjar eftir gjaldfrjálsum aðgang að íþróttamannvirkjum og rekstrarstyrks að upphæð 1.000.000kr.
Dagný Linda Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Lýðheilsunefnd leggur til við sveitarstjórn að beiðni UMF Samherja um árlegan rekstrarstyrk uppá 1.000.000kr sem bundinn verði verðlagsvísitölu og aðgang að íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins án kostnaðar verði samþykkt með eftirfarandi formerkjum:
- Nefndin leggur til að gengið verði út frá því að allir tímar UMF Samherja til klukkan 18:00 á virkum dögum á útgefinni tímatöflu verði gjaldfrjálsir og allt að 8 tímar á vikulegri tímatöflu utan þess tíma. Tímar umfram það verði meðhöndlaðir samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins en með 30% afslætti.
- Þá leggur nefndin til að séu einhverjir tímar illa nýttir á útgefinni tímatöflu UMF Samherja þá geti forstöðumaður íþróttamiðstöðvar óskað eftir því við stjórn félagsins að sveitarfélagið losi þá aftur til sín hafi aðrir óskað eftir umræddum tíma. Í slíkum tilfellum miðast breytt fyrirkomulag almennt við upphaf skóla annar nema að um annað sé samið. Félagið getur þó kosið að halda skipulögðum tíma sínum áfram og fær hann þá í sína umsjá á fyrrgreindum afsláttakjörum eða getur valið að færa umræddan tíma til á tímatöflunni.

Nefndin óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að setja upp drög af nýjum samning við UMF Samherja með þetta að leiðarljósi.
Samþykkt

5. Heilsueflandi samfélag - 2110063
Sigurður Eiríksson vék af fundi undir þessum lið.
Formanni er falið að taka upp viðræður við framkvæmdarstjóra UMSE um verkefni sem snúa að Heilsueflandi samfélagi.

6. Fjárhagsáætlun 2022 - Lýðheilsunefnd - 2110050
Stefán kynnti drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2022.
Samþykkt

7. Íþróttavika evrópu - 2110061
Halldóra kynnti viðburði sem nefndin stóð fyrir í Íþróttviku Evrópu.
Samþykkt

8. Heilsurækt eldri borgara - 2104032
Sveitarfélagið fékk smá styrk vegna styrktarþjálfunar eldri borgara og er sú þjálfun komin af stað.
Samþykkt

9. Foreldrafélag Listhlaupadeildar - Styrkumsókn - 2108026
Samþykkt að styrkja Foreldrafélagið um 30.000 krónur vegna þessa.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?