Lýðheilsunefnd

191. fundur 29. október 2019 kl. 15:00 - 16:15 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Karl Jónsson
  • Sigurður Eiríksson
  • Jófríður Trastadóttir
  • Guðrún Helga Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Erna Lind Rögnvaldsdóttir forstöðumaður íþróttamiðstöðvar
Fundargerð ritaði: Karl Jónsson

Dagskrá:

 

1. Umsókn um styrk vegna þríþrautakeppni við Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar 1.09.19 - 1908018

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrk að upphæð kr. 62.000. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmd keppninngar. 

 

2. Íþrótta- og tómstundastyrkur - 1802017

Farið yfir nýtingu á íþrótta- og tómstundastyrk. Samþykkt að upphæð styrksins verði óbreytt, kr. 20.000 árið 2020. 

 

3. Íþróttamiðstöð gjaldskrá 2020 - 1910035

Erna Lind Rögnvaldsdóttir lagði fram drög að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis fyrir árið 2020. Nefndin leggur til að gjaldskráin verði samþykkt. Sigurður Eiríksson óskar bókað að hann leggi til að sundlaugin verði opin til kl. 20 á laugardögum og sunnudögum. 

 

4. Fjárhagsáætlun 2020 - Íþrótta- og tómstundanefnd - 1910014

Stefán Árnason fór yfir stöðu málaflokks nefndarinnar og lagði fram fjárhagsramma fyrir árið 2020. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsramma málaflokksins fyrir árið 2020. 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15

 

Getum við bætt efni síðunnar?