Lýðheilsunefnd

190. fundur 07. júní 2019 kl. 13:54 - 13:54 Eldri-fundur

190. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 6. júní 2019 og hófst hann kl. 14:30.

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir, Karl Jónsson, Sigurður Eiríksson, Jófríður Traustadóttir, Stefán Árnason, Erna Lind Rögnvaldsdóttir og Guðrún Helga Kristjánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Karl Jónsson .

Dagskrá:

1. Kvennahlaup 2019 - 1903012
Skipulag kvennahlaupsins 2019.
Erna Lind og Halldóra fóru yfir stöðu undirbúnings Kvennahlaupsins. Formaður ræddi við Berglindi formann UMF Samherja um framkvæmd hlaupsins í framtíðinni. Verður málið tekið upp á vettvangi ungmennafélagsins.

2. Íþrótta- og tómstundanefnd - Tartan - 1903015
Staða tartans á íþróttasvæðinu skoðuð og rædd.
Halldóra sagði frá framgangi tartansmálsins. Það verður áfram í vinnslu í haust.

3. Heilsueflandi samfélag - 1906003
Rætt um stöðu og næstu skref verkefnisins Heilsueflandi samfélag.
Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra um stöðu og næstu skref Heilsueflandi samfélags.

4. Ársskýrsla og ársreikningur 2018 - 1905029
Ársskýrsla og ársreikningur Ungmennafélagsins Samherja tekin til kynningar.
Ársskýrsla og ársreikningar UMF Samherja lögð fram til kynningar. Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir ánægju sinni með blómlegt starf Samherja.

5. Ársreikningur og ársskýrsla 2018 - 1905026
Ársskýrsla og ársreikningur Funa tekin til kynningar.
Árskýrsla og ársreikningur Hestamannafélagsins Funa lögð fram til kynningar. Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með öflugt og gott starf félagsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:05

Getum við bætt efni síðunnar?