183. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 13. nóvember 2017 og hófst hann kl. 15:30.
Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir, formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir, aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason, aðalmaður, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson, aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Stefán Árnason, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Halldóra Magnúsdóttir formaður.
Dagskrá:
1. Íþrótta- og tómstundanefnd - Fjárhagsáætlun 2018 - 1710020
Nefndin lauk umfjöllun um fjárhagsramma. Gerð er tillaga um breytingar á gjaldskrá í samræmi við gögn málsins. Helsta breytingin felst í aldursviðmiði sundlaugargesta, börn eru nú 17 ára og yngri í stað 15 ára og yngri. Afsláttur framhaldsskólanema fellur niður við þessa breytingu. Sjá fylgiskjal.
2. Endurskoðun íþrótta- og hreyfistyrkja - 1602015
Fyrir fundinum liggja drög að nýjum reglum um íþrótta- og tómstundastyrki. Helsta breytingin felst í gildissviði reglnanna. Lagt er til að styrkurinn heiti íþrótta- og tómstundastyrkur og þannig er notkunarsvið styrkjarins útvíkkað.
Nefndin gerir jafnframt tillögu um að styrkurinn verði fyrir árið 2018 kr. 15.000,-
3. Samstarfssamningur Umf. Samherja og Eyjafjarðarsveitar - Endurskoðun 2017 - 1707005
Nefndin þakkar Samherjum fyrir upplýsingar um fjölda iðkenda.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25