182. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 31. október 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir, formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir, aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason, aðalmaður, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson, aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri, Helga Berglind Hreinsdóttir, varamaður og Stefán Árnason, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Íþrótta- og tómstundanefnd - Fjárhagsáætlun 2018 - 1710020
Stefán Jóhann Árnason, skrifstofustjóri, kynnti tillögu að fjárhagsramma fyrir íþrótta- og tómstundanefnd. Hann reifaði stöðu mála, þróun og horfur, bæði fyrir málaflokkinn en einnig rekstur sveitarfélagsins almennt.
Nefndin þakkar Stefáni fyrir greinargóða yfirferð.
Einnig farið yfir hugmyndir að verðskrárbreytingum fyrir íþróttamiðstöð og tjaldstæði.
Málið verði tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
2. Endurskoðun íþrótta- og hreyfistyrkja - 1602015
Rætt um reglur um íþróttastyrk.
Ákveðið að vinna áfram með drög að breytingum í samræmi við umræður á fundinum og hafa til reiðu á næsta fundi nefndarinnar.
Þó er lagt til að þegar taki gildi tillaga um breyttar reglur við úthlutun styrkja, þannig að skrifstofu verði falið að ákveða fyrirkomulag úthlutunar hverju sinni, þar með talið heimild til að breyta núverandi ávísanafyrirkomulagi.
3. Samkeppniseftirlitið - Rekstur tjaldsvæða á Íslandi - 1710006
Lagt fram til kynningar.
4. Nóri - frístundastyrkskerfi - 1710021
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00