Lýðheilsunefnd

176. fundur 27. maí 2016 kl. 10:08 - 10:08 Eldri-fundur

176. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 26. maí 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson aðalmaður, Dagný Linda Kristjánsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason embættismaður, Ingibjörg Ólöf Isaksen embættismaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Halldóra Magnúsdóttir formaður.

Dagskrá:

1. 1605015 - Árskýrsla íþrotta- og tómstundanefdar 2015
Ársskýrsla yfirfarin, Stefán Árnason kynnti rekstrarniðurstöðuna. Niðurstaða er í samræmi við áætlanir í meginatriðum. Stefán vék af fundi að lokinni afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

2. 1605017 - Kvennhlaup 2016
Ingibjörg gerir grein fyrir vinnu við undirbúning og fyrirkomulag Kvennahlaups ÍSÍ laugardaginn 4. júní nk. Einnig verklagi við skráningu þátttakenda. Umræður urðu um framkvæmdina.

3. 1605016 - Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2015
Formaður kynnir drög að starfsáætlun og helstu verkefnum sem framundan eru.

4. 1605002 - Beiðni um styrk vegna landsliðsferðar
Fyrir fundinum liggur erindi Önnu Sonju Ágústsdóttur, landsliðskonu í íshokkí, þar sem sótt er um styrk vegna landsliðsferðar á HM 2016 á Spáni, ásamt bréfi frá Íshokkísambandi Íslands.

Samþykkt að veita Önnu Sonju ferðastyrk að fjárhæð kr. 20.000,-

5. 1602015 - Endurskoðun á veitingu tómstundastyrkja
Umræður um núverandi fyrirkomulag og mögulegar nýjar útfærslur við úthlutun styrkja til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Ingibjörgu falið að gera tillögur að útfærslum ásamt kostnaðarmati til kynningar á næsta fundi nefndarinnar.

6. 1603030 - Ársreikningur Funa 2015
Liðurinn gefur ekki tilefni til ályktunar. Nefndin lýsir ánægju með upplýsingagjöf félagsins og fagnar ábyrgum rekstri þess.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Getum við bætt efni síðunnar?