Lýðheilsunefnd

173. fundur 02. október 2015 kl. 07:17 - 07:17 Eldri-fundur

 

173. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 1. október 2015 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Dagný Linda Kristjánsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson .

Guðrún Gísladóttir hefur látið af störfum í íþrótta- og tómstundanefnd og í hennar stað tekur sæti Dagný Linda Kristjánsdóttir. Eru Guðrúnu þökkuð hennar störf um leið og Dagný er boðin velkomin.
Dagskrá:

1. 1509020 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2016-2019
Fyrirliggjandi rammafjárveiting fyrir árið 2016 var tekin til umræðu.
Nefndin óskar eftir því við forstöðumann íþróttamiðstöðvar að fyrir liggi rekstraráætlun fyrir árið 2016 fyrir íþróttamiðstöð og félagsmiðstöð á næsta fundi nefndarinnar.

2. 1411017 - Heilsueflandi samfélag
Erindinu frestað.

3. 1509024 - Félag aldraðra í Eyjafirði - ósk um styrk fyrir leikfimi og sundleikfimi
Borist hefur umsókn frá Félagi aldraðra í Eyjafjafirði um styrk vegna leikfimikennslu að upphæð kr. 96.000 og vegna sundleikfimikennslu að upphæð kr. 137.500.
Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar 24. febrúar 2015 samþykkti nefndin að veita félaginu styrki fyrir sömu upphæðir og verið er að óska eftir nú.
Nefndin hafnar erindinu þar sem ekki eru forsendur fyrir því að greiða félaginu tvisvar styrk á sama árinu.

4. 1509028 - Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli.
Stjórn Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra fer fram á það við sveitarfélög landsins að
gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að
dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.

Nefndin hvetur til þess að við næstu endurnýjun á sparkvellinum við Hrafnagilsskóla verði leitast við að skipta út kurli úr endurunnum bíldekkjum fyrir annarskonar kurl.

5. 1509030 - Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2015 - 2016
Áætlunin lögð fram til kynningar og verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

6. 1509002 - Göngum í skólann - Kynning á verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
Lagt fram til kynningar.

  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?