167. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 21. maí 2014 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Dagný Linda Kristjánsdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Tryggvi Jóhann Heimisson aðalmaður og Jónas Vigfússon
sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hans Rúnar Sorrason.
Dagskrá:
1. 1403022 - Kvennahlaup 2014
Bréf frá íSí lagt fram til kynningar.
Vísað til íþrótta- og tómstundafulltrúa.
2. 1309005 - Samstarfssamningur milli Funa og Eyjafjarðarsveitar
Skýrslur um félagsstarf Funa árið 2013 lagðar fram.
3. 1403021 - Stuðningur v. boðsundskeppni grunnskólanna
ósk um stuðning hafnað.
4. 1403011 - Styrkumsókn f.h. fjögurra kvenna í landsliði kvenna í íshokkí
v/heimsmeistaramóts 2014
Fimm landsliðskonur í íshokkí óska eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna heimsmeistaramóts í íshokkí, II deild B.
Samþykkt að veita hverjum umsækjanda styrk að upphæð kr. 20.000-.
5. 1405003 - Styrkumsókn f.h. Guðmundar S.D. v/handboltamóts í Gautaborg 2014
Samþykkt að veita Guðmundi styrk að upphæð kr. 20.000-.
6. 1405002 - Styrkumsókn Sveinborgar K.D. á Heimsleika unglinga í frjálsum 2014
Samþykkt að veita Sveinborgu styrk að upphæð kr. 20.000-.
7. 1403004 - Umókn óskast fyrir 20. Unglinga landsmót UMFí 2017
Lagt fram til kynningar.
8. 1403003 - Umsókn óskast um að halda 6. Landsmót UMFí50+ árið
2016
Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45