157. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 28. nóvember 2012 og hófst hann kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir formaður, óðinn ásgeirsson ritari, ólöf Huld Matthíasdóttir aðalmaður, ármann Ketilsson
aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður og Ingibjörg ólöf Isaksen embættismaður.
Fundargerð ritaði: óðinn ásgeirsson, aðalmaður.
Dagskrá:
1. 1210023 - Niðurgreiðsla tómstundaiðkunar barna
Samkvæmt úthlutunarreglum sem nefndin setti fyrir árið 2012 er ekki gert ráð fyrir að tómstundaiðja, önnur en
íþróttir, utan sveitarfélagsins sé niðurgreidd. Nefndin hyggst taka úthlutunarreglurnar til endurskoðunar á næsta fundi.
2. 1211022 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2013
Ný tillaga gerð að verðskrá sundlaugar og hún samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45