156. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 21. nóvember 2012 og hófst hann kl. 19:30.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir formaður, óðinn ásgeirsson ritari, ólöf Huld Matthíasdóttir, ármann Ketilsson, Hans Rúnar
Snorrason, Jónas Vigfússon sveitarstjóri og Ingibjörg ólöf Isaksen embættismaður.
Fundargerð ritaði: óðinn ásgeirsson, ritari.
Dagskrá:
1. 1210015 - Niðurgreiðsla æfingagjalda utan Esveitar 2012-umsóknir
Farið yfir innkomnar umsóknir og þær afgreiddar.
2. 1210023 - Niðurgreiðsla tómstundaiðkunar barna
Fyrirspurn vegna námskeiðs á Akureyri tekin fyrir. íþrótta- og tómstundanefnd telur að ekki beri að veita styrki vegna
námskeiða.
3. 1211001 - Styrkbeiðni RáB 2012
Ragnar ágúst Bergmann sækir um styrk vegna keppnisferða í handbolta á árinu 2012. íþrótta- og tómstundanefnd styrkir
Ragnar um 20.000 kr.
4. 1211025 - Umsókn um styrk vegna keppnisferða innanlands árið 2012
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir sækir um styrk vegna keppnisferða í frjálsum á árinu 2012. íþrótta- og
tómstundanefnd styrkir Stefaníu um 20.000 kr. óðinn ásgeirsson vék af fundi meðan málið var tekið fyrir.
5. 1211018 - Styrkumsókn vegna keppnisferða G.S.D.
Guðmundur Smári Daníelsson sækir um styrk vegna keppnisferða í handbolta og frjálsum á árinu 2012. íþrótta- og
tómstundanefnd styrkir Guðmund um 20.000 kr.
6. 1210008 - ósk um styrk fyrir áframhaldandi leikfimi
Félag aldraðra í Eyjafjarðarsveit óskar eftir styrk vegna áframhaldandi leikfimi aldraðra. íþrótta- og tómstundanefnd styrkir
félagið sem nemur launum starfsmanns. áætlaður styrkur er 60.000 kr.
7. 1210005 - UMSE - umsókn um rekstrarstyrk 2013
U.M.S.E. óskar eftir rekstrarstyrk vegna ársins 2013. íþrótta- og tómstundanefnd styrkir U.M.S.E. um 550.000 kr.
8. 1211022 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2013
Gerð tillaga að fjárhagsáætlun 2013. Nefndin óskar eftir því að sveitarstjórn ljúki við gerð samninga við Samherja
og Funa.
Farið yfir drög að nýrri gjaldskrá fyrir sundlaug Eyjafjarðarsveitar. Afgreiðslu frestað.
íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að hætt verði að reka líkamsræktarstöð í
íþróttamiðstöðinni og plássið tekið undir aðstöðu starfsmanna og/eða áhaldageymslu. Nefndin leggur jafnframt til að
líkamsræktarstöðinni verður fundinn nýr staður þegar byggt verður við Hrafnagilsskóla.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00