155. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 3. október 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir formaður, óðinn ásgeirsson ritari, ólöf Huld Matthíasdóttir aðalmaður, Hans Rúnar
Snorrason aðalmaður, Jónas Vigfússon sveitarstjóri og Ingibjörg ólöf Isaksen embættismaður.
Fundargerð ritaði: óðinn ásgeirsson, ritari.
Dagskrá:
1. 1003012 - Samstarfssamningur Umf. Samherja og Eyjafjarðarsveitar
Drög að samningi Eyjafjarðarsveitar og Samherja skoðuð og rædd. Afgreiðslu frestað þar til rætt hefur verið við Samherja.
2. 1103023 - Styrkir vegna æfinga á Akureyri
Farið yfir drög að reglum og fyrirkomulagi fyrir styrki vegna æfinga utan Eyjafjarðarsveitar. Reglurnar samþykktar og ákveðið að kynna
fyrirkomulagið í næsta sveitapósti.
3. 1106010 - Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 22.-24. sept. 2011
Skýrsla lögð fram til kynningar. Ingibjörg Isaksen, Arna ýr Karelsdóttir og Monika Rögnvaldsdóttir fóru á ráðstefnuna
fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar.
4. 1204020 - Kvennahlaup íSí 2012
Uppgjör kynnt vegna Kvennahlaups íSí 2012.
5. 1206016 - Styrkumsókn fyrir æfinga- og keppnisferðar til Gautaborgar, Svíðþjóð
2012
Sveinborg Katla Daníelsdóttir sækir um styrk vegna æfinga og keppnisferðar til Gautaborgar sumarið 2012. íþrótta- og tómstundanefnd
styrkir Sveinborgu um 20.000 kr.
6. 1210004 - Félagsmiðstöðin Hyldýpið - ósk um úrbætur
Ingibjörg Isaksen og Hans Rúnar Snorrason kynntu starf Hyldýpisins og settu fram óskir um úrbætur af ýmsu tagi m.a. á
tækjabúnaði og húsgögnum. Ingibjörg og Hans munu áætla kostnaði vegna úrbóta, forgangsraða þeim og leggja fram við
gerð fjárhagsáætlunar 2013.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:45