153. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1,
Skólatröð 9, miðvikudaginn 2. maí 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir formaður, óðinn ásgeirsson ritari, ólöf Huld Matthíasdóttir aðalmaður, ármann Ketilsson
aðalmaður og Hans Rúnar Snorrason varamaður.
Fundargerð ritaði: óðinn ásgeirsson, Aðalmaður.
Dagskrá:
1. 1204020 - Kvennahlaup íSí 2012
Kvennahlaupið sem fyrirhugað er 16. júní rætt og gengið frá pöntunum á bolum. áætlað að bjóða aftur upp
á fjölskyldudag eftir hlaupið eins og gert var í fyrra.
2. 1204019 - Styrkumsókn til kaupa á útbúnaði varðandi þjálfun og mótahald í badminton
íþrótta- og tómstundanefnd er fylgjandi kaupum á útbúnaði varðandi þjálfun og mótahalds í badminton. Hins
vegar óskar nefndin eftir því að málið verði tekið fyrir í sveitastjórn og úr því skorið hvort kostnaður vegna
kaupa á búnaði heyri undir íþrótta- og tómstundanefnd eða íþróttamiðstöðina.
3. 1202013 - Styrkumsókn f.h. fjögurra kvenna í landsliði kv. í íshokkí til Suður-Kóreu
í mars 2012
Linda Brá Sveinsdóttir, Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir, Anna Sonja
ágústsdóttir og Jónína Margrét Guðbjartsdóttir sækja um styrk vegna keppnisferðar í íshokkí.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita eftirfarandi keppendum styrk að upphæð 20.000 kr.:
Linda Brá Sveinsdóttir, Anna Sonja ágústsdóttir og Jónína Margrét Guðbjartsdóttir
Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir hefur þegar fengið styrk frá nefndinni á þessu ári.
4. 1204018 - Styrkumsókn AFH vegna keppnisferðar til Svíþjóðar 2012
Auðunn Freyr Hlynsson sækir um styrk vegna keppnisferðar í handbolta til Svíþjóðar.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita honum 20.000 kr. styrk.
5. 1204001 - Styrkumsókn ó.I.S. 2012
ólafur Ingi Sigurðsson sækir um styrk vegna keppnisferða í íshokkí og badminton.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita honum 20.000 kr. styrk.
6. 1204002 - Styrkumsókn P.E.S. 2012
Pétur Elvar Sigurðsson sækir um styrk vegna
keppnisferða í íshokkí.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita honum 20.000 kr. styrk.
7. 1204021 - Styrkumsókn AKE 2012
Sigrún Lilja Sigurðardóttir vék af fundi meðan málið var tekið fyrir.
Arna Kristín Einarsdóttir sækir um styrk vegna keppnisferðar í handbolta til Svíþjóðar.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita henni 20.000 kr. styrk.
8. 1205002 - Styrkumsókn H.H. vegna æfingabúða í júdó í Danmörku
Hans Rúnar Snorrason vék af fundi meðan málið var tekið fyrir.
Helga Hansdóttir sækir um styrk vegna æfingabúða í júdó sem verður í Danmörku.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita henni 20.000 kr. styrk.
9. 1205001 - Styrkumsókn H.H. vegna fimleikaæfingabúða á ítalíu
Hans
Rúnar Snorrason vék af fundi meðan málið var tekið fyrir.
Heiða Hansdóttir sækir um styrk vegna fimleikaæfingabúða á ítalíu.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita henni 20.000 kr. styrk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00