Lýðheilsunefnd

149. fundur 15. desember 2011 kl. 09:58 - 09:58 Eldri-fundur

149 . fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 14. desember 2011 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir, óðinn ásgeirsson, ármann Ketilsson, Ingibjörg ólöf Isaksen, Dagný Linda Kristjánsdóttir og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  óðinn ásgeirsson, Aðalmaður.

 

Dagskrá:

1.  1103023 - Styrkir vegna æfinga á Akureyri
 íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar leggur til að gerð verði tilraun með að bjóða upp á íþróttastyrk, að upphæð 10.000 kr., fyrir iðkendur í skipulögðu íþróttastarfi sem ekki er boðið upp á í sveitarfélaginu. Ingibjörg ólöf Isaksen kemur með tillögu að útfærslu fyrir næsta fund.
   

2.  1112001 - Tillögur UMFí samþykktar á 47. sambandsþingi 15.-16. okt. 2011
 Lagt fram til kynningar. íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir áskoranir Ungmennafélags íslands til sveitarfélaga.
   

3.  1111037 - Styrkbeiðni RáB
 Ingibjörg ólöf Isaksen vék af fundi.
Ragnar ágúst Bergmann sækir um styrk vegna keppnisferða í handbolta.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita honum kr. 20.000 styrk vegna ferðanna.
   

4.  1111035 - Styrkbeiðni Funa fyrir árið 2012

 Funi sækir um styrk vegna barna- og unglingastarfs árið 2012. íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita Funa styrk að upphæð 200.000 kr. Jafnframt óskar Funi eftir að gera samstarfssamning við sveitarfélagið og mun nefndin verða við þeirri ósk.
   

5.  1112014 - Styrkumsókn veturinn 2011-2012 HGG

 Haukur Gíslason sækir um styrk vegna æfingaferða til Reykjavíkur vegna æfinga með unglingalandsliði íslandi í Badminton.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita honum kr. 20.000 styrk vegna ferðarðanna.
   

6.  1112013 - Styrkumsókn veturinn 2011-2012 EBA
 Elmar Blær Arnarsson sækir um styrk vegna æfingaferða til Reykjavíkur vegna æfinga með unglingalandsliði íslandi í Badminton.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita honum kr. 20.000 styrk vegna ferðarðanna.
   

7.  1112015 - Staða forstöðumanns íþróttamannvirkja

 Guðrún Sigurjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem forstöðumaður íþróttamannvirkja Eyjafjarðarsveitar lausu. Sveitarstjóra falið að auglýsa stöðuna.
   

8.  1003012 - Samstarfssamningur Umf. Samherja og Eyjafjarðarsveitar
 Farið var yfir drög af samningi við Samherja og stefnt að því að klára samninginn í byrjun næsta árs.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:10

Getum við bætt efni síðunnar?