Lýðheilsunefnd

90. fundur 11. desember 2006 kl. 00:52 - 00:52 Eldri-fundur

íþrótta- og tómstundanefnd 90. fundur

Hrafnagilsskóla  18. október 2005 kl. 20.15

Mætt: Kristín, Sveinbjörg, ásta og Elmar


Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri kynnti nefndinni teikningar af nýrri sundlaugaraðstöðu í upphafi fundar.


1. Styrkbeiðni
Bjarki og Guðmundur Oddssynir sækja um styrk vegna æfingaferðar til árósa með meistaraflokki körfuboltaliðs þórs 28. sept. til 3. okt. 2005. Samþykkt að veita hvorum um sig 20.000.- styrk.

2.  Sundleikfimi fyrir aldraða
Anna Rappich sjúkraþjálfari ætlar að vera með sund leikfimi fyrir aldraða í Kristneslauginni. Byrjað er með 5 tíma í fyrstu tilraun sem verða þátttakendum að kostnaðarlausu. Tímarnir verða seinni partinn á fimmtudögum og byrja strax í næstu viku. Auglýst í fréttabréfi sveitarinnar næsta laugardag.


3.  áhaldakaup, beiðni
Tryggvi Heimisson íþróttakennari óskar eftir því að keypt verði tvíslá fyrir karla í íþróttahúsið.  Kostnaður er á bilinu 350,000 ? 400,000.- Nefndin ákvað að verða við þessari ósk og veita fé til kaupanna á næsta fjárhagsári og fela Tryggva að sjá um kaupin.


4. íþróttahús, nýting, nýjir umsjónarmenn
Nýr umsjónarmaður er Björgvin Guðjónsson og honum til aðstoðar er Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir. Nýting hússins er með allra besta móti í vetur. Enn er verið að selja lausa tíma.


5. Sturtuklefar íþróttahúss, staða framkvæmdar
Nefndin skoðaði stöðu framkvæmda í íþróttahúsinu.


6. áhaldageymsla, tiltekt
Nefndin skoðaði áhaldageymsluna. þar þarf að gera ýmsar úrbætur og koma fyrir krókum og aðstöðu til að hengja áhöld upp á veggi í stað þess að hafa þau öll á gólfinu. þar inni er einnig stærðar gólfteppi sem tekur alltof mikið pláss. Nefndinni er ekki alveg ljóst hver á þetta teppi en vill að því verði komið fyrir á öðrum stað. Einnig ákvað nefndin að veita fjármagni í að laga þessa aðstöðu og leggur til að eftirlitsmaður húseigna eða húsvörður Eyjafjarðarsveitar sjái um framkvæmdina.


7. önnur mál
1. Bréf frá sveitarstjóra
þar sem farið er yfir verkefni nefnda sem framundan eru og skil á þeim.
2. Fundartími nefndarinnar, þriðjudagskvöld eru best fyrir starfsmenn nefndarinnar. Næstu fundir eru þriðjudagana 1. og 8.  nóvember kl. 20:15 í stofu 10 í Hrafnagilsskóla.


Fundi slitið kl. 22:00

Getum við bætt efni síðunnar?