89. fundur íþrótta og tómstundanefndar haldinn í Hrafnagilsskóla 14. júní 2005 kl. 20.15
Mættir: ásta, Kristín, Sveinbjörg, Ingvar og Elmar
Beiðni um styrk frá Elvu Díönu Davíðsdóttur vegna þátttöku í Norðurlandamóti bridge fyrir spilara undir 25 ára aldri. Samþykkt að veita henni styrk að upphæð 20.000.-
Bréf frá sveitarstjórn þar sem óskað er eftir fulltrúa frá íþrótta- og tómstundanefnd í samráðsnefnd Ungmennafélagsins Samherja og sveitarstjórnar.
Kristín Kolbeinsdóttir verður fulltrúi íþrótta- og tómstundanefndar.
Kvennahlaup íSí
Farið yfir opinn dag í tengslum við Kvennahlaupið þann 11. júní. Alls voru 47 skráðir í hlaupið að þessu sinni, en fleiri mættu þó á svæðið. þetta er mikið færra en síðasta ár þegar rúmlega hundrað manns mættu á svæðið. Skráningargjöld eru 47.000.- Alls eru 52 bolir í afgang sem nefndin mun selja á kostnaðarverði þeim sem vilja. ásta hefur samband við Petrúnu vegna uppgjörs við íSí.
Fundi slitið kl. 21.45