147 . fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn
28. september 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir, óðinn ásgeirsson, ólöf Huld Matthíasdóttir og ármann Ketilsson.
Fundargerð ritaði: óðinn ásgeirsson, Aðalmaður.
Dagskrá:
1. 1109010 - ósk um áframhaldandi sund- og leikfimi haust 2011
íþrótta- og tómstundanefnd
Eyjafjarðarsveitar samþykkir ósk Félags aldraðra um að sundleikfimi og leikfimikennsla fyrir 60 ára og eldri verði með sama sniði og undanfarin
ár.
2. 0809027 - Ungmennaráð í sveitarfélögum
íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar telur mikilvægt að komið sé á ungmennaráði í sveitarfélaginu
eins og kveðið er á um í 2 mgr. 11. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitastjórnum til
ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Hvetur nefndin til þess að málið verði tekið fyrir hjá
sveitarstjórn og nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráðið verði mótaðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30