Lýðheilsunefnd

86. fundur 11. desember 2006 kl. 00:50 - 00:50 Eldri-fundur

86. fundur íþrótta- og tómstundanefndar í Hrafnagilsskóla  26. apríl 2005 kl. 21.30

Mættir: ásta, Kristín, Sveinbjörg og Elmar.



1. Kvennahlaup íSí
Unnið í dagskrá fyrir opinn dag í tengslum við Kvennahlaupið 11. júní.

2. Bréf frá Bandalagi skáta
Bandalag skáta býður 7 - 9 börnum á aldrinum 13 - 14 ára úr Eyjafjarðarsveit á Landsmót skáta  21 - 24 júlí í sumar sem sérstökum gestum. Nefndin ákvað að auglýsa eftir umsóknum frá börnum í sveitinni bæði í skólanum og í fréttabréfi sveitarinnar.

3. Bréf frá forstöðumanni íþróttahúss
Forstöðumaður íþróttahúss ókar eftir viðbótar fjárveitingu vegna opnunar sundlaugar Hrafnagilsskóla í maí. Kostnaður er metinn á 80.000 -100.000 krónur. Nefndin samþykkir þessa beiðni með því skilyrði að opnunartími verði rækilega auglýstur ásamt þeirri aðstöðu sem er í boði í íþróttahúsinu, t.d. gufubað og tímar í íþróttasal.

4. Veggspjald frá Lýðheilsustöð
Nefndinni hefur borist skilti frá Tóbaksvarnarráði sem bannar alla notkun tóbaks á svæðinu. Nefndin óskar eftir því við sveitarstjórn að sjá til þess að skiltið verði hengt upp við anddyri íþróttahússins að norðan þar sem umgengni reykingamanna er hvað verst.



Fundi slitið kl. 22.15
Næsti fundur verður haldinn í Hrafnagilsskóla miðvikudagskvöldið 4. maí 2005.

Getum við bætt efni síðunnar?