Lýðheilsunefnd

82. fundur 11. desember 2006 kl. 00:48 - 00:48 Eldri-fundur

82. fundur íþrótta- og tómstundanefndar. Hrafnagilsskóla 9. desember 2004 kl. 20.30.

Mættir: Sveinbjörg Helgadóttir, ásta Stefánsdóttir og Kristín Kolbeinsdóttir.



1. Styrkbeiðni frá Sigmundi Sveinssyni vegna æfingabúða með íshokkýliði SA í Svíþjóð sl. sumar

Samþykkt samhljóða að veita honum styrk að upphæð 20.000 krónur.


2. Beiðni frá Tryggva Heimissyni, íþróttakennara um kaup á lendingardýnu fyrir íþróttahús Hrafnagilsskóla
áætlaður kostnaður fyrir utan flutning 92.000 krónur. Samþykkt samhljóða og Tryggva falið að sjá um kaupin á henni.


3. önnur umræða um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar
Fjárhagsáætlun samþykkt með smávægilegum breytingum og tillit tekið til athugasemda sveitarstjórnar vegna 2. liðs í 81. fundargerð. Nefndin mælist til þess að auknum kostnaði við rekstur íþróttahúss Hrafnagilsskóla verði mætt með auknum leigutekjum og mikil áhersla lögð að selja fleiri tíma í húsið þannig að nýtingin verði meiri og hagkvæmari. Sjá fjárhagsáætlun á fylgiskjali.



Fundi slitið kl. 22.00

Getum við bætt efni síðunnar?