79. fundur íþrótta- og tómstundanefndar haldinn í Hrafnagilsskóla 26. október 2004 kl. 20.30.
Mættir: Gunnur ýr, ásta, Sveinbjörg og Kristín.
1.Uppgjör við Ingibjörgu Magnúsdóttur og Steinunni Arnar ólafsdóttur vegna skokkhóps í tengslum við ísland á iði
Farið yfir tímafjölda og gengið frá greiðslu til Ingibjargar og Steinunnar.
2. Erindi Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra
Farið yfir erindi frá Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra og rætt um innihaldið. þar var boðið upp á að aðili yrði sendur á námskeið til að læra um íþróttir fyrir aldraða. á fundinum kom fram að Anna Rappich er með leikfimi fyrir þá sem sækja félagsstarfsemi aldraðra í Hrafnagilsskóla einu sinni í viku. Hins vegar vantar aðgengi fyrir eldri borgara til sundiðkunar á svæðinu. ákveðið að leita frekari upplýsinga hjá önnu Rappich.
3. Beiðni frá Eyvindi
Beiðni barst frá ritnefnd Eyvindar um efni til að birta í blaðinu. ákveðið að verða við þeirri ósk líkt og á síðasta ári.
4. Umsókn frá Steinari Grettissyni um styrk vegna æfingabúða í íshokkí í Svíþjóð
Kristín Kolbeinsdóttir vék af fundi meðan málið var afgreitt. Samþykkt var að veita Steinari styrk að upphæð 20.000 kr.
önnur mál.
Fundi slitið kl. 21.40