1 . fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 3.
nóvember 2010 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, þórir Níelsson, Karel Rafnsson, Bjarkey Sigurðardóttir og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
Fjallað var um drög að samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit sem voru í umræðu á seinasta kjörtímabili.
Sveitarstjóra falið að breyta drögunum í samræmi við umræður á fundinum og þau verði tekin fyrir aftur.<>
2. 1010023 - Stefnumótun fyrir landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
ákveðið var að safna upplýsingum um hvaða atvinnustarfsemi sé starfrækt í sveitarfélaginu. Sveitarstjóri hefji þá
vinnu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00